Skilmálar

1) Upplýsingar um seljanda

Seljandi er RJR ehf, kt: 520269-2909, til húsa að Dalvegi 32a, 201 Kópavogi.

2) Almennt

Kaupandi verður að vera orðinn fjárráða til þess að eiga viðskipti á vefsvæði Sportvara, Sportvorur.is. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur seljanda annars vegar og kaupanda hins vegar. Þegar sérstökum ákvæðum þessara skilmála sleppir gilda um viðskiptin lög um neytendakaup nr. 48/2003 en jafnframt ákvæði laga um neytendasamninga nr. 16/2016.

Allar upplýsingar á vefnum eru með fyrirvara um prentvillur, verðbreytingar og birgðastöðu.

3) Verð

Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum með virðisaukaskatti ýmist 11% eða 24%. Vinsamlegast athugaðu að verð í netverslun geta breyst án fyrirvara vegna rangra verðupplýsinga eða prentvilla.

4) Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

4.1) Vefverslun

Þegar skila/skipta á vöru er framvísun reiknings, skilamiða eða önnur staðfesting á að varan hafi verið keypt hjá Sportvörum skilyrði.

Viðskiptavinur á rétt á að skila vöru sem er ógölluð og hefur hann allt að 14 daga til þess að tilkynna að hann ætli að falla frá samning og hefst sá frestur þegar viðskiptavinur hefur móttekið vöruna frá sendingaraðila. Viðskiptavinur hefur síðan 14 daga til þess að skila vörunni til Sportvara eftir að tilkynningin hefur komist til skila.

Viðskiptavinur er hvattur til þess að ganga úr skugga um að varan sé í réttu ásigkomulagi og í samræmi við pöntun.

Óski kaupandi eftir því að hætta við sölu eða falla frá samningi getur hann gert það með því að senda tölvupóst þess efnis á netfangið: [email protected] með yfirlýsingu á útfylltu eyðublaði sem finna má í lið 11 í skilmálum Sportvara.

Viðskiptavinur á rétt á því að fá annars vegar vöru sína að fullu endurgreidda og miðast endurgreiðsluverð við það verð sem tilgreint er á reikning eða hins vegar að fá annað eintak af sömu vöru sent til sín að kostnaðarlausu. Kaupandi ber ábyrgð á því að endursenda vöruna en RJR ehf greiðir sendingarkostnað af því að senda vöruna til baka.

4.1.1) Vara uppseld

Seljandi áskilur sér rétt til að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun kaupanda ef að varan er uppseld.

Þegar slíkar kringumstæður koma til fær kaupandi tilkynningu ásamt upplýsingum um hvað gæti mögulega hentað í staðinn. Kaupandi fær þá möguleika á að samþykkja þá tillögu eða aflýsa pöntun í heild sinni og fá hana að fullu endurgreidda.

4.2) Verslun

Kvittun fyrir kaupum, skilamiði eða önnur staðfesting á að varan hafi verið keypt hjá Sportvörum er skilyrði vilji viðskiptavinur skila vöru.

Viðskiptavinur á rétt á að skila vöru sem er ógölluð og hefur hann allt að 14 daga til þess að tilkynna að hann ætli að falla frá samning og hefst sá frestur þegar viðskiptavinur hefur móttekið vöruna. Viðskiptavinur hefur síðan 14 daga til þess að skila vörunni til Sportvara eftir að tilkynningin hefur komist til skila. Viðskiptavinur getur því fengið fyrir hana fulla endurgreiðslu sé þess óskað. Endurgreiðsluverðið miðast við söluverðið sem liggur fyrir á kvittun fyrir kaupunum.

Til þess að nýta réttinn til að falla frá samningnum þarft þú að tilkynna okkur ákvörðun þína um að falla frá samningnum með ótvíræðri yfirlýsingu (t.d. með bréfi sendu í pósti (sjá upplýsingar í lið 5), símbréfi (544-4140) eða tölvupósti ([email protected]).

Til að fresturinn teljist virtur nægir þér að senda tilkynningu um að þú neytir réttar þíns til að falla frá samningi áður en fresturinn rennur út.

5) Endursending á vörum sendist:
RJR ehf – Sportvörur- Kt 520269-2909 – Dalvegi 32a, 201 Kópavogur. Við greiðum sendingarkostnað kaupanda.

6) Ábyrgðarskilmálar

Ábyrgð seljanda er í samræmi við það sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup. Ábyrgð á galla á vöru er 2 ár frá því að kaupandi fékk vöru afhenta. Ef hins vegar um er að ræða sölu á vöru til fyrirtækis er ábyrgð á galla 1 ár.

Kom fram galli sem rekja má til framleiðslugalla á þessu tímabili skiptum við henni út fyrir nýja eða endurgreiðum hana. Athugið að ábyrgðin nær ekki til tjóns sem hlýst af slysi, vanrækslu, venjulegu sliti eða eðlilegu litatapi sem verður við notkun og þegar á líður. Vörunni skal skilað í verslun að Dalvegi 32a, 201 Kópavogi.

6.1) Galli í vöru

Ef viðskiptavinur telur sig hafa fengið gallaða vöru er best að tilkynna gallan leið og gallans er vart til þess að hægt sé að leysa málið sem fyrst með því að senda tölvupóst á netfangið: [email protected] en það er þó ekki skylda að tilkynna það strax þar sem viðskiptavinur hefur tvó mánuði til þess að tilkynna hann þegar hann varð gallans var. Framvísun kvittunar eða önnur staðfestingu á að varan hafi verið keypt hjá Sportvörum er skylda til þess að staðfesta að varan hafi verið keypt í verslun Sportvara.

Viðskiptavinur á rétt á því að fá annars vegar vöru sína að fullu endurgreidda og miðast endurgreiðsluverð við það verð sem tilgreint er á reikning eða hins vegar að fá annað eintak af sömu vöru sent til sín að kostnaðarlausu. Kaupandi ber ábyrgð á því að endursenda vöruna en RJR ehf greiðir sendingarkostnað af því að senda vöruna til baka.

Þegar slíkar kringumstæður koma til fær kaupandi tilkynningu ásamt upplýsingum um hvað gæti mögulega hentað í staðinn. Kaupandi fær þá möguleika á að samþykkja þá tillögu eða aflýsa pöntun í heild sinni og fá hana að fullu endurgreidda.

7) Sendingarmöguleikar og kostnaður

750 kr. sendingarkostnaður bætist við í lok kaupferils áður en greiðsla fer fram á öllum pöntunum undir 3.999 kr. eða minna. Fríar sendingar eru á pöntunum frá 4.000 krónum eða meira.

Heimsendingar eru í boði á Höfuðborgarsvæðinu og á næsta afgreiðslustað Flytjanda eða á næsta pósthús hjá Póstinum á landsbyggðinni. Sportvörur ákveða hvor flutningsaðilinn er notaður en það fer eftir umfangi sendingar en léttari pakkar fara þó oftast með Póstinum. Í einhverjum tilfellum getur vara verið undanþegin frírri heimsendingu, t.d. vegna verðs, rýmingarsölu o.þ.h, en það mun þá verða skýrt tekið fram. Pantanir eru í flestum tilfellum afgreiddar frá okkur innan sólarhrings en í sumum tilvikum geta liðið 2 – 4 dagar að fá vöruna í hendur eftir að pöntun er gerð en pantanir eru ekki sendar út á laugardögum og sunnudögum.

8) Greiðslur

Allar kortagreiðslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Valitors og hægt er að greiða með öllum debit- og kreditkortum frá Visa og Mastercard. Einnig er hægt að greiða með Netgíró (kortalaus viðskipti), Pei (kortalaus viðskipti) og Síminn Pay. Mögulegt er að greiða með kortaláni Visa/Mastercard í allt að 36 mánuði ef verslað er fyrir 75.000 kr. eða meira. Í þeim tilfellum er hægt að velja „Í reikning“ við pöntun, en taka skal fram í athugsemdum að kaupandi óski eftir að greiða með kortaláni. Þjónustufulltrúi okkar mun þá hafa samband símleiðis og ganga frá greiðslunni.

9) Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem að hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. Seljandi meðhöndlar persónuupplýsingar kaupanda vegna notkunar á vefsvæðinu Sportvorur.is í samræmi við gildandi lög og reglur um meðferð persónulegra upplýsinga á hverjum tíma.

10) Varnarþing

Skilmálar þessi eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli.

11) Eyðublað

Staðlað eyðublað með yfirlýsingu um að fallið sé frá samningi.

(fylltu út og sendu seljanda þessa yfirlýsingu ef þú óskar eftir að falla frá samningnum)

Til (hér skal setja inn nafn seljandans, heimilisfang og, ef hægt er, bréfasímanúmer og netfang):

Ég/Við (*) tilkynni/tilkynnum (*) hér með að ég/við (*) óska/óskum (*) eftir að falla frá samningi mínum/okkar (*) um sölu á eftirfarandi vöru (*)/um veitingu eftirfarandi þjónustu (*)

Sem voru pantaðar hinn (*)/mótteknar hinn (*)

Nafn neytanda/neytenda

Heimilisfang neytanda/neytenda

Undirritun neytanda/neytenda (einungis ef þetta eyðublað er á pappírsformi)

Dagsetning

12)Hafa samband

Sendið okkur línu á [email protected] ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir og við svörum þér eins fljótt og auðið er.

GREIÐSLULEIÐIR

Sportvörur bjóða upp á ýmsa greiðslumöguleika.

Greitt í netverslun

Hægt er að greiða með öllum tegundum debit- og kreditkorta (Visa og Mastercard ), Netgíró (kortalaus viðskipti), Pei (kortalaus viðskipti) og Síminn Pay.

Nánari upplýsingar um greiðsluleiðir

Netgíró reikningur: Reikningur sendur í netbanka. Borgaðu innan 14 daga vaxtalaust. Viðskiptavinur fær því vöruna afhenta áður en greitt er. Einföld, örugg og þægileg leið til að borga.

Netgíró raðgreiðslur: Reikningur sendur í netbanka. Raðgreiðslur Netgíró er hægt að dreifa greiðslum í allt að 12 mánuði. Hefðbundnar Netgíró – raðgreiðslur Notendur Netgíró greiða 3,5% lántökugjald, 12,85% ársvexti og 340 kr. færslugjald hvern mánuð. Vaxtalausar Netgíró – raðgreiðslur Notendur Netgíró greiða 3,5% lántökugjald og 340 kr. færslugjald hvern mánuð.

Pei: Þegar verslað er með Pei færð þú greiðsluseðil í heimabankann sem þú hefur 14 daga til að borga. Þú getur sótt um aukinn greiðslufrest með 30/60 þjónustunni eða dreift greiðslum á allt að 48 mánuði.

Síminn Pay: Með Pay appinu greiðir þú fyrir vörur með öruggum hætti og hefur 14 daga til að dreifa greiðslum í allt að 36 mánuði.

Í reikning: Á einungis við ef viðkomandi er í samþykktum reikningsviðkskiptum. Á eingöngu við fyrirtæki.

 

Greiðsluleiðir

Sportvörur bjóða upp á ýmsa greiðslumöguleika.

Greitt í netverslun

Hægt er að greiða með öllum tegundum debit- og kreditkorta (Visa og Mastercard ), Netgíró (kortalaus viðskipti), Pei (kortalaus viðskipti) og Síminn Pay.

Nánari upplýsingar um greiðsluleiðir

Netgíró reikningur: Reikningur sendur í netbanka. Borgaðu innan 14 daga vaxtalaust. Viðskiptavinur fær því vöruna afhenta áður en greitt er. Einföld, örugg og þægileg leið til að borga.

Netgíró raðgreiðslur: Reikningur sendur í netbanka. Raðgreiðslur Netgíró er hægt að dreifa greiðslum í allt að 12 mánuði. Hefðbundnar Netgíró – raðgreiðslur Notendur Netgíró greiða 3,5% lántökugjald, 12,85% ársvexti og 340 kr. færslugjald hvern mánuð. Vaxtalausar Netgíró – raðgreiðslur Notendur Netgíró greiða 3,5% lántökugjald og 340 kr. færslugjald hvern mánuð.

Pei: Þegar verslað er með Pei færð þú greiðsluseðil í heimabankann sem þú hefur 14 daga til að borga. Þú getur sótt um aukinn greiðslufrest með 30/60 þjónustunni eða dreift greiðslum á allt að 48 mánuði.

Síminn Pay: Með Pay appinu greiðir þú fyrir vörur með öruggum hætti og hefur 14 daga til að dreifa greiðslum í allt að 36 mánuði.

Í reikning: Á einungis við ef viðkomandi er í samþykktum reikningsviðkskiptum. Á eingöngu við fyrirtæki.